Losun jókst um þrjú prósent milli ára

Álver Rio Tinto í Straumsvík. Losun vegna málmframleiðslu (EU ETS) …
Álver Rio Tinto í Straumsvík. Losun vegna málmframleiðslu (EU ETS) jókst um 4% vegna aukinnar framleiðslu rekstraraðila. mbl.is/Ómar Óskarsson

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi um 3% milli áranna 2020 og 2021 þegar er horft til losunar án landnotkunar og skógræktar (LULUCF).

Þá nam aukningin 2% milli ára, sé einungis litið til losunar á beinni ábyrgð Íslands. Þetta segir í bráðabirgðaútreikningum Umhverfisstofnunar.

Talið er að um sé að ræða áhrif vegna þeirrar lægðar sem átti sér stað árið 2020 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Losunin var rétt undir úthlutuðum heimildum fyrir árið 2021.

Alþjóðaflug, fiskveiði og ferðamannastraumur

Mest jókst losun vegna aljóðaflugs, sem jókst um 58%, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðunum.

„Þessi losun fellur þó að mestu leyti utan skuldbindinga í loftslagsmálum, nema flug innan Evrópu sem fellur undir Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir,“ segir í tilkynningu stofunarinnar.

Þá jókst losun frá vegasamgöngum um 4% sem talið er líklegast að helgist af aukningu ferðamanna í fyrrasumar. Helst sé sú aukning rekin til aukinnar losunar frá hópferða- og vörubifreiðum.

Losun frá fiskiskipum jókst um 13% milli ára, meðal annars vegna loðnuveiði ársins 2021 og losun vegna málmframleiðslu (EU ETS) jókst um 4% vegna aukinnar framleiðslu rekstraraðila.

Losun frá fiskiskipum jókst um 13% milli ára, meðal annars …
Losun frá fiskiskipum jókst um 13% milli ára, meðal annars vegna loðnuveiði ársins 2021. Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson

Rafbílavæðingin mögulega farin að skila árangri

Sauðfé fækkaði hér á landi milli ára og dróst því losun saman um 1,3% í landbúnaði og þar sem útflutningur á kælimiðlum (F-gösum) dróst saman dróst einnig losun af þeim völdum saman um 15%.

Samkvæmt öðrum niðurstöðum útreikninganna eru stærstu losunarþættirnir á beinni ábyrgð Íslands vegasamgöngur, fiskiskip og iðragerjun. Þá er rafbílavæðingin mögulega farin að skila árangri.

Losun á beinni ábyrgð Íslands er rétt undir úthlutuðum heimildum og eru vonir bundnar við mótvægisaðgerðir, að því er segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert