Margrét kemst ekki til Úkraínu vegna brottvísunar

Margrét Friðriksdóttir kemst ekki til hernuminna svæða í Úkraínu.
Margrét Friðriksdóttir kemst ekki til hernuminna svæða í Úkraínu. Ljósmynd/Aðsend

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttin.is, mun ekki ferðsat með Ernu Ýr Öldudóttur og öðrum sem þáðu boð í ferð til hernuminna svæða í Úkraínu að fylgjast með fyrirhuguðum atkvæðagreiðslum. 

Margrét segist í samtali við mbl.is hafa misst af tengifluginu til Rússlands vegna þess að henni var vísað úr vél Icelandair í gær.

Ætlar sér að sækja bætur

Tjón Margrétar er gríðarlegt að hennar sögn en hún var búin að fjárfesta í dýrum búnaði til kvikmyndagerðar, en hún hugðist gera heimildarmynd ytra. Á meðal þess sem hún hafði keypt var Canon-myndavél og linsur.

Margrét segist vera kominn með lögmann í málið óg næsta skref sé að sækja þær betur sem hún telur sig eiga heimtingu á. 

Tvennum sögum fer af því hvers vegna Margrét var rekin út. Margrét segist hafa sett upp grímu eftir þrálátar beiðnir flugþjóna en hún neitaði að láta handfarangurstöskuna sína af hendi þar sem flugþjónar vildu setja hana niður í farangursgeymslu.

Í töskunni var búnaðurinn sem Margrét ætlaði að nota til þess að festa ferðina á filmu og því var Margrét tortryggin um að taskan yrði ekki meðhöndluð nægilega gætilega ef hún færi í farangursgeymslu vélarinnar.

Þykir lítið til svara Icelandair koma

Margrét segir í samtali við mbl.is að hana gruni að flugþjónarnir hafi haft eitthvað persónulegt á móti sér, fyrst vegna grímunnar, sem hún kallar fasista-reglur sem hún efast um að séu lögmætar, og síðan varðandi töskuna, sem hún er handviss um að hafi passað í handfarangurshólf flugvélarinnar. 

Margrét gefur þjónustu Icelandair algjöra falleinkun.
Margrét gefur þjónustu Icelandair algjöra falleinkun. mbl.is/Árni Sæberg

Margréti gefur lítið fyrir svör Icelandair í málinu en í viðtali við Vísi í dag sagði Guðni Sigurðsson, starfsmaður á samskiptasviði Icelandair, að það sé matskennt hvenær gripið sé til þess ráðs að vísa farþegum úr flugvélum. 

„Er þetta þá bara eitthvað happdrætti hvenær maður fær að komast um borð í vél Icelandair,“ spyr Margrét og vill meina að um vörusvik sé að ræða þar sem hún hafi sannarlega keypt flugmiða.

Þrátt fyrir að geta ekki farið með í ferðina, sem flestum fjölmiðlum Íslands var boðið með í, ætlar Margrét að fylgjast vel með atkvæðagreiðslunum í Úkraínu. Atkvæðagreiðslurnar hafa sætt harðri gagnrýni í vesturlöndum og eru sagðar vera tilraun Rússa til þess að ljá innrás þeirra lögmæti. 

Kjósandi heldur uppi kjörseðli í atkvæðagreiðslunni sem hófst í dag.
Kjósandi heldur uppi kjörseðli í atkvæðagreiðslunni sem hófst í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert