Fólk oft að klára allan ellilífeyrinn sinn

Jökull segir algengt að svindl hefjist með auglýsingu á Facebook.
Jökull segir algengt að svindl hefjist með auglýsingu á Facebook. Ljósmynd/Unsplash

Tíðni netglæpa sem eldri borgarar verða fyrir hér á landi hefur aukist verulega á undanförnum árum. Fjórir eldri borgarar á Íslandi hafa tapað yfir 60 milljónum króna í svikamyllum af þessu tagi og nemur hæsta fjárhæðin tæpum 90 milljónum.

Einn af þessum einstaklingum tapaði fjárhæðinni á innan við tveimur mánuðum, að sögn G. Jökuls Gíslasonar rannsóknarlögreglumanns. Hann segir algengt að fjársvikin hefjist með auglýsingu á miðlum á borð við Facebook og að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu auðvelt sé að svindla á slíkum miðlum. Ástæðan fyrir því að eldra fólk er í meiri hættu en aðrir er sú að það er vant því að upplýsingarnar séu sannar. Algengt er að glæpamenn biðji um afrit af vegabréfum fólks ásamt öðrum persónulegum gögnum og stofni reikninga.

Landsbankinn stendur fyrir opnum fræðslufundi um netöryggi fyrir félagsmenn í Félagi eldri borgara í vikunni. Á síðasta fundi kom í ljós að einn fundargestur var í miðri svikamyllu og hafði þegar tapað meira en hundrað þúsund krónum. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert