6% hafa orðið fyrir tjóni af netsvikum

AFP

Um þrír af hverjum fjórum landsmönnum, 18 ára og eldri, fengu svikaskilaboð í tölvupósti eða á samfélagsmiðlum á síðastliðnum tveimur árum. Tölvupóstur er algengasta leiðin því rúmlega 76% hafa fengið svikaskilaboð í tölvupósti á síðustu misserum. Samfélagsmiðlar koma þar á eftir en nærri 72% fengu svikaskilboð á þeim. 62% fengu svikaskilaboð í SMS-skeytum.

Þetta kemur fram í niðurstöðum neytendakönnunar á reynslu fólks af svikaskilaboðum og netsvikum sem Gallup vann fyrir Fjarskiptastofu. Könnunin var gerð í seinni hluta desember sl. í kjölfar hrinu svikasímtala sem símnotendur hér á landi fengu fyrr í sama mánuði. Niðurstöðurnar hafa nú verið birtar á vef Fjarskiptastofu.

Kort/mbl.is

Könnunin var netkönnun sem náði til 1.699 manns af öllu landinu með handahófsúrtaki og hafa ber í huga að þátttökuhlutfallið var 47,9%.

„Af samfélagsmiðlum sker Facebook sig úr, en nærri 66% hluta neytenda hafa fengið svikaskilaboð þar á undanförnum tveimur árum, Instagram kemur næst með nærri 22%,“ segir í frétt Fjarskiptastofu um niðurstöðurnar. Um 5% fengu svikaskilaboð á Snapchat.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert