Næsti áfangi nýs miðbæjar kynntur

Hér má sjá hvernig nýi miðbærinn liti út fullbyggður, en …
Hér má sjá hvernig nýi miðbærinn liti út fullbyggður, en til þess að átta sig á afstöðunni má sjá Ölfusárbrú efst til hægri og Mjólkurbúið þekkja flestir. Fremst á myndinni má sjá tvö hús, það til vinstri (hvítt með rauðu risþaki) er Kolviðarhóll eftir Guðjón Samúelsson, frægt gistihús sem stóð undir Hellisskarði þar sem áður lá leiðin yfir Hellisheiði. Starfsemi þar var hætt 1952 og húsinu ekki haldið við, það fór í eyði, brann og jafnað við jörðu 1977. Stóra rauða húsið við hliðina á er endurreist hús Evanger-bræðra frá Noregi, sem reist var sem síldarverksmiðja við austanverðan Siglufjörð árið 1911 en eyðilagðist í snjóflóði 1919. Það verður hluti af öðru tveggja hótela í miðbænum.

Tillögur að seinni áfanga hins nýja miðbæjar með gamla laginu á Selfossi voru kynntar á opnum íbúafundi á Selfossi í gærkvöld, en þar ræðir um fjórum sinnum meiri byggð en í fyrri áfanganum.

Miðbæjarverkefnið hefur þótt afar vel heppnað til þessa og hleypt nýju lífi í Selfoss, þennan höfuðstað Suðurlands í þjóðbraut.

Hér má sjá Kolviðarhól og Evanger-hús í meiri nærmynd, og …
Hér má sjá Kolviðarhól og Evanger-hús í meiri nærmynd, og sést vel hvernig byggðin tengist miðbæjargarðinum og þeim útivistarmöguleikum sem það gefur.

Reynslan breytti ýmsu

Frá því hafist var handa við verkefnið hafa tillögur um seinni áfangann tekið nokkrum breytingum, sem rétt þótti að kynna bæjarbúum áður en lengra væri haldið.

„Við höfum lært mikið af reynslunni af þessu fyrsta ári í rekstrinum í nýja miðbænum og höfum gert ákveðnar breytingar á öðrum áfanga sem kalla á deiliskipulagsbreytingu,“ segir Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns, sem hefur veg og vanda af verkefninu, en hann og Sigurður Einarsson arkitekt höfðu framsögu á fundinum.

Horft vestur eftir nýrri göngugötu, sem liggja mun syðst í …
Horft vestur eftir nýrri göngugötu, sem liggja mun syðst í miðbæjarkjarnanum. Þar uppi á horninu til hægri er drapplitt hús, sem reist var á Kaupvangstorgi eða Kaupfélagshorninu á Akureyri árið 1894 og var kallað Dúahús. Það var rifið þegar stórhýsi KEA reis 1930. Á þessu svæði verður veitinga og verslunarstarfsemi.

Fallið frá miðaldakirkjunni

Leó segir að reynslan af fyrri áfanganum hafa breytt ýmsu um hvernig rétt væri talið að haga þeim seinni. Þannig var fallið frá byggingu miðaldakirkju í útjaðrinum, en hins vegar verða tvö hótel í nýja miðbænum gangi allt eftir.

Í þessum seinni áfanga verða hús frá öllum landshlutum, sum þeirra vel þekkt. Meðal áhugaverðra húsa sem leika munu lykilhlutverk í seinni áfanganum eru t.d. gamla Selfossbíó, Hótel Ísland, Hótel Oddeyri og Evanger-hús frá Siglufirði.

Séð framan á endurreist glæsilegt Templarahúsið, sem reist var á …
Séð framan á endurreist glæsilegt Templarahúsið, sem reist var á Ísafirði 1905, teiknað og byggt af Ragúel Á Bjarnasyni húsasmið. Það brann í apríl 1930. Í miðbænum verður byggingin hluti af hóteli, sem er vinstra megin við Templarahúsið.
Horft austur með seinni áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi. Fjærst …
Horft austur með seinni áfanga nýja miðbæjarins á Selfossi. Fjærst má sjá Evanger-hús og Kolviðarhól.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert