„Þyngra en tárum taki“

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, harmar mál 12 ára stúlkunnar.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, harmar mál 12 ára stúlkunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir þyngra en tárum taki að heyra af því ofbeldi sem 12 ára stúlka er býr í Hafnarfirði hefur orðið fyrir. Reyndi hún að svipta sig lífi í kjölfar eineltis, sem ekkert lát er á.

„Allir heimsins sérfræðingar sem taka á og vinna með þolendur og gerendur ofbeldis, ekki síst á meðal barna og unglinga, koma aldrei í stað okkar sem forráðamanna og foreldra,“ segir í færslu á Facebook-síðu Rósu.

Hvetur hún fólk til þess að ræða við börn sín, fylgjast með athöfnum þeirra, útskýra alvarleika og afleiðingar þess að koma illa við aðra. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert