Ópíóðamisnotkun algengari

Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Misnotkun á ópíóðum er algengari nú hjá fólki á aldrinum 25 ára og yngri heldur en áður fyrr. Dæmi um slík lyf eru lyfseðilsskyldu lyfin Contalgin, Oxycontin og Fentanyl. Þetta kom fram í máli Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Sjúkrahúsinu Vogi, á ráðstefnu SÁÁ og Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa (FÁR), sem fram fór á Hilton Nordica í gær.

Hefur neysla á þessum lyfjum farið vaxandi síðustu árin að sögn Valgerðar en áfengi er enn algengasti vímugjafinn. „Það trónir á toppnum,“ segir Valgerður en bendir á að vandinn sé annars eðlis þegar verið er að nota sterk verkjalyf.

Þá sé hlutfall þeirra sem leggjast inn á Vog og eru á atvinnumarkaði komið niður í 30%. Þess vegna hafi það skipt sköpum að starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK geri ekki lengur kröfu um 3-6 mánaða edrútíma, áður en hægt sé að hefja starfsendurhæfingu.

Ráðstefnan var sú fyrsta sem SÁÁ og FÁR halda í sameiningu. Valgerður Rúnarsdóttir segir í samtali við Morgunblaðið að vel hafi tekist til; mikill samsláttur sé á meðal fjölda aðila, svo sem VIRK, FÁR og sveitarfélaga um að vinna gegn vímuefnavandanum í sameiningu.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert