Hafnartorgið nær fullmótað

Yfirlitsmynd af uppbyggingunni við Hafnartorg.
Yfirlitsmynd af uppbyggingunni við Hafnartorg. Drónamynd og tölvugrafík: ONNO ehf.

Uppbygging og borgarþróun sem fasteignafélagið Reginn hf. hefur staðið fyrir á Hafnartorgi og nágrenni undanfarin ár er nú á lokastigi. Nú þegar eru um 30 fyrirtæki starfandi í húsnæði Regins, rétt við Gömlu höfnina í Reykjavík, og fleiri munu bætast við síðar.

Í næsta nágrenni eru tónlistarhúsið Harpa, glæsihótelið Reykjavík Edition með 250 herbergjum og nýbygging Landsbankans, sem tekin verður í notkun í lok þessa árs. Þá telst Hafnartorg fullbyggt. Á þessu svæði í Kvosinni svonefndu munu því vinna mörg hundruð manns þegar fram líða stundir. Er þá ótalinn sá fjöldi fólks sem býr í 140 íbúðum á efri hæðum húsanna á Hafnartorgi. Á þessum reit í miðbænum voru áður vöruskemmur, bílastæði og bensínstöð.

Reginn er eigandi alls verslunar- og veitingahúsnæðis á Hafnartorgi, sem er að mestu leyti á jarðhæð, en að hluta til á tveimur hæðum ásamt stoðrýmum í kjallara. Samningur um kaupin á fyrsta áfanga var undirritaður um mitt ár 2014. Heildarstærð þess áfanga var um 8.600 fermetrar. Þá strax var farið að skipuleggja uppbyggingu á svæðinu með það að markmiði að auðga lífið í miðbænum.

Í kynningu Regins kemur fram að uppbyggingunni á Hafnartorgi megi skipta í þrjá áfanga. Fyrsti áfanginn miðast við október 2018 en þá voru verslanirnar H&M og H&M Home opnaðar. „Með þessum merkilega áfanga snýr verslun í miðborginni vörn í sókn og lifandi tenging skapast frá gamla miðbænum yfir á svæðin kringum Hörpu og höfnina,“ sagði í tilkynningu Regins við þessi tímamót. Síðar bættust við fleiri verslanir.

Næsti stóri áfanginn náðist í ágúst 2022 þegar Hafnartorg Gallery við Geirsgötu var opnað. 

Ítarlegri umfjöllum má lesa í Morgunblaðinu sem kom út 9. nóvember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert