Nokkur hundruð manns leita að Friðfinni

Friðfinnur Freyr Kristinsson.
Friðfinnur Freyr Kristinsson. Ljósmynd/Lögreglan

Leitin að Friðfinni Frey Kristinssyni, 42 ára gömlum manni sem síðast sást til 10. nóvember, stendur enn yfir og eru nokkur hundruð manns úti að leita, bæði lögregla og björgunarsveitir.

Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is.

„Það verður leitað alla helgina. Björgunarsveitin verður í dag, ég veit ekki hvort við verðum með einhvern flokk á morgun en lögreglan heldur alltaf áfram og við erum alltaf að leita,“ segir Guðmundur.

Síðast er vitað um ferðir Friðfinns þegar hann fór frá Kugguvogi í Vogabyggð. Lögregla hefur óskað eftir aðstoð íbúa í Kugguvogi og nágrenni við leitina og beðið þau sem eru með öryggis- og eftirlitsmyndavélar að hafa samband.

Friðfinnur er 182 sentímetra að hæð, grannvaxinn, brúnhærður og með alskegg. Hann var klæddur í gráa peysu, gráar joggingbuxur og bláa íþróttaskó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert