Auglýst verð á fjórhjóli í vefverslun var látið standa

mbl.is

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað að fyrirtæki sem auglýsti fjórhjól til sölu á netinu skyldi standa við auglýst verð í vefverslun, þrátt fyrir að hjólið hafi átt að kosta einni milljón meira.

Kærunefndinni barst beiðni um úrskurð frá kaupanda sem reyndi að kaupa fjórhjól í gegnum vefsíðu fyrirtækisins 6. desember 2021. Verð fjórhjólsins var sagt vera 1.790.000 krónur. Þrátt fyrir að setja fjórhjólið í vörukörfuna og fylla út umbeðnar upplýsingar var ekki hægt að ganga frá greiðslunni og komu sjálfvirk skilaboð um að hafa samband við seljandann.

Kaupandinn taldi að pöntunin væri komin af stað og hafði samband við seljandann tveimur dögum seinna. Þá var kaupandanum sagt að fjórhjólið kostaði í raun 2.790.000 krónur eða einni milljón meira en sagði í vefversluninni tveimur dögum fyrr. Fyrirtækið bar því við að skráningin á vefsíðunni hefði verið röng og var kaupandanum boðið að borga 2.490.000 krónur, sem honum þótti of mikið miðað við verðið sem var auglýst.

Í úrskurðinum segir m.a. að almennt hafi verið litið svo á í fræðiskrifum á sviði neytendaréttar „að túlka verði auglýsingu seljanda á netinu, hvort sem er í vefverslun eða á vefsíðu, sem tilboð sem neytandi getur gengið að á því verði sem gefið er þar upp, svo bindandi sé fyrir seljandann í flestum tilvikum“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert