„Hættuástand“ í fangelsismálum

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, sagði á Alþingi í dag að fangelsismál hjá dómsmálaráðherra væru í algjörum ólestri. Sagði hann að orðið „hættuástand“ hafi verið notað á fundi fjárlaganefndar í gær.

Björn sagði að á fundi nefndarinnar í gær var greint frá því að 120 milljónir þyrfti í fjárauka fyrir málaflokkinn í ár og 200 milljónir á næsta ári til þess að halda óbreyttu ástandi í fangelsismálum.

Fjárlaganefnd óskaði þá um upplýsingar um þær fjárheimildir sem vantar upp á, annars vegar fyrir fjáraukann og hins vegar fyrir fjárlögin. 

Björn nefndi að fjáraukabeiðni upp á 120 milljónir kr.var hafnaði í fjármálaráðuneytinu. 

Trúnaðargögn

„Ég er forvitin að eðlisfari og bað um sömu gögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fjármálaráðuneytinu vegna fjármálaáætlunar undanfarin ár – því þið vitið þetta er ekkert nýtt vandamál. Viðbrögðin voru ótrúleg,“ sagði Björn en þau voru að gögnin væru trúnaðarmál að beiðni fjármálaráðuneytisins. 

Hann sagði það vera fáránlegt að þessi gögn teldust vera trúnaðargögn og kolrangt, „enda kveða lög um opinber fjármál um gagnsæi og ákveðna forgangsröðun verkefna“.

Telur Björn að fangelsismálin hafi endað undir niðurskurðarhnífnum og afleiðing sé hættuástand. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert