Biður Bandaríkjamenn að fara varlega í miðbænum

Bandaríska sendiráðið við Engjateig í Reykjavík.
Bandaríska sendiráðið við Engjateig í Reykjavík. Mynd/Bergur Pálsson

Bandaríska sendiráðið setti á Facebook-síðu sína viðvörun til bandarískra ríkisborgara um að fara varlega í miðbæ Reykjavíkur núna um helgina. 

Segir þar að lögreglan hafi rætt um að fleiri árásir gætu orðið um þessa helgi vegna átaka milli tveggja glæpasamtaka sem var orsökin fyrir hnífastunguárás á næturklúbb í Bankastræti síðasta fimmtudag.

Ferðamennirnir eru beðnir um að hafa varann á sér í miðbænum og forðast mannmergð. Þeir eru einnig beðnir um að fara strax í burtu ef þeir verða vitni að einhverju óvenjulegu í kringum þá í bænum.

Síðan er þeim bent á að fylgjast með fréttum á ensku og tilmælum á safetravel-vefsíðunni. 

mbl.is