Mál Friðfinns leyst

Friðfinnur Freyr Kristinsson.
Friðfinnur Freyr Kristinsson. Ljósmynd/Lögreglan

„Við vorum hjá lögreglunni í dag sem hefur tekið saman öll myndbönd sem til eru af Friðfinni daginn örlagaríka og þar í kring,“ skrifar Kolbeinn Karl Kristinsson á Facebook, bróðir Friðfinns Kristinssonar sem leitað hefur verið í þrjár vikur.

Segir Kolbeinn að af þeim gögnum megi ráða að Friðfinnur hafi stungið sér til sunds og synt á haf út. „Þó hann sé ekki fundinn og leitin haldi áfram þá er þessum kafla óvissunnar samt lokið og það veitir okkur ákveðna ró. Við þökkum fyrir þann ómetanlega stuðning sem við höfun fengið og höldum áfram í vonina um að hann finnist,“ skrifar Kolbeinn enn fremur í pistli sínum frá fjölskyldu Friðfinns og tekur þar fram að nú sé ljóst að ekkert saknæmt hafi átt sér stað.

Ef þú upp­lif­ir van­líðan eða sjálfs­víg­hugs­an­ir eða hef­ur áhyggj­ur af ein­hverj­um í kring­um þig get­ur þú leitað til Píeta-sam­tak­anna í síma 552 2218, Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 (sem er opinn all­an sól­ar­hring­inn), eða bráðamót­töku geðsviðs Land­spít­al­ans í síma 543 4050.

mbl.is