Fimm réðust gegn einum í Kópavogi

Þolandi var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðadeild.
Þolandi var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðadeild. mbl.is/Eggert

Þolandi var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðadeild í nótt eftir hópárás fimm einstaklinga. Voru árásarmennirnir farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Áverkar fórnarlambsins eru sagðir á höndum og á fótum, en árásin átti sér stað í Kópavogi. 

Þá var maður grunaður um líkamsárás handtekinn við veitingastað í miðbænum. Var hann vistaður í þágu rannsóknar, en ekki er vitað um þolanda, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 

Kyrrstæðar bifreiðar í hættu

Tilkynnt var um umferðaróhapp þar sem bifreið var ekið á þrjár kyrrstæðar bifreiðar. Engin slys urðu á fólki en tjónvaldur var handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án gildra ökuréttinda. Var hann vistaður í fangageymslu. 

Annað umferðaróhapp varð svo þar sem bifreið var ekið á staura og þrjár kyrrstæðar bifreiðar. Sá tjónvaldur var einnig handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar. 

Til viðbótar voru sjö bifreiðar stöðvaðar þar sem ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einn var svo stöðvaður þar sem ekki var grunur um slíkt, en hann reyndist ekki búa yfir ökuréttindum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert