Gagnrýnir yfirstjórn lögreglu

Ríkissaksóknari setur fram þunga gagnrýni á lögregluembættin og yfirstjórn lögreglunnar.
Ríkissaksóknari setur fram þunga gagnrýni á lögregluembættin og yfirstjórn lögreglunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkissaksóknari setur fram þunga gagnrýni á lögregluembættin og yfirstjórn lögreglunnar fyrir meðferð og vörslu upplýsinga sem aflað er með símahlustunum og skyldum aðgerðum, meint hirðuleysi um að skrá slíkar aðgerðir í LÖKE, málaskrárkerfi lögreglunnar, og að virða fyrirmæli ríkissaksóknara að vettugi.

Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun ríkissaksóknara í nýrri skýrslu embættisins um eftirlit með símahlustun og skyldum úrræðum á seinasta ári.

Hefur eftirlit ríkissaksóknara leitt í ljós „að verulega skortir á að lögreglustjórar og héraðssaksóknari fylgi lögum og fyrirmælum ríkissaksóknara um tilkynningar til sakborninga, eyðingu hlustunargagna og að halda skrá um þá sem hafa haft aðgang að upplýsingum sem aflað hefur verið með aðgerð skv. 80.-82. gr. [laganna um meðferð sakamála].

Umfjöllunina er hægt að nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert