Vegalokanir valda miklu fjárhagstjóni

Starfsmenn Vegagerðarinnar fóru fyrir bílalest eftir að vegurinn var opnaður …
Starfsmenn Vegagerðarinnar fóru fyrir bílalest eftir að vegurinn var opnaður á ný í gær við Vík. mbl.is/Jónas Erlendsson

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ferðaþjónustufyrirtæki verða fyrir miklu fjárhagstjóni þegar vegum sé lokað og því sé ávallt reynt að komast á leiðarenda.

Ferðaþjónustufyrirtæki reyni þó alltaf að virða fyrirmæli viðbragðsaðila. Rúta á vegum Hópbíla hunsaði tvisvar fyrirmæli björgunarsveita og festist tvívegis. Jóhannes segir þetta mál vera undantekningu.

„Ef það er hægt að fara, þá fara menn. Það er heilmikið fjárhagslegt tjón sem fyrirtæki verða fyrir ef ekki er hægt að fara í ferðir með fólk sem komið er sérstaklega til landsins um langa vegu til að upplifa Ísland.“ Jóhannes tekur dæmi um það að fyrirtæki tapaði þremur milljónum króna í gær þegar Hellisheiði var óvænt lokað í gærmorgun.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »