Héðinn, Nína Dögg og Ólafur á meðal orðuhafa

Fálkaorðuhafar stilltu sér upp fyrir myndatöku á Bessaastöðum.
Fálkaorðuhafar stilltu sér upp fyrir myndatöku á Bessaastöðum. mbl.is/Arnþór

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti Íslands sæmdi í dag fjór­tán Íslend­inga heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu við hátíðlega at­höfn á Bessa­stöðum. 

Meðal þeirra sem hlutu orðuna í þetta sinn eru Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur og rithöfundur, Nína Dögg Filippusdóttir leikkona og Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor.

Hér er list­inn i heild sinni: 

Anna Hjaltested Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, riddarakross fyrir framlag til mannúðar- og samfélagsmála.

Anna Sigríður Þorvaldsdóttir tónskáld, riddarakross fyrir framlag til tónlistar á íslenskum og alþjóðlegum vettvangi.

Arnar Hauksson, læknir, dr.med., riddarakross fyrir framlag til heilbrigðis kvenna og stuðning við þolendur kynferðisofbeldis.

Cathy Ann Josephson ættfræðingur, riddarakross fyrir framlag til menningarmála í héraði og að efla tengsl við Vestur-Íslendinga.

Eva Elvira Klonowski réttarmannfræðingur, riddarakross fyrir störf á sviði réttarlæknisfræði á Íslandi og sem réttarmannfræðingur á alþjóðavettvangi, m.a. í þágu fórnarlamba stríðsátaka.

Garðar Víðir Guðmundsson verslunarmaður, riddarakross fyrir framlag til íþrótta- og félagsstarfs.

Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og forstjóri, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf í ræktun og vistvænni grænmetisframleiðslu.

Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur og rithöfundur, riddarakross fyrir störf í þágu geðheilbrigðismála.

Nína Dögg Filippusdóttir leikkona, riddarakross fyrir framlag til leiklistar og sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerðar.

Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor, riddarakross fyrir rannsóknir og þekkingarmiðlun á sviði stjórnmálafræði.

Vilborg Arnarsdóttir verslunarstjóri, riddarakross fyrir sjálfboðastörf við uppbyggingu fjölskyldugarðs í heimabyggð.

Sigurgeir Jónasson ljósmyndari, riddarakross fyrir störf á vettvangi ljósmyndunar og varðveislu heimilda í sinni heimabyggð, Vestmannaeyjum. Sigurgeir hefur verið ljósmyndari og fréttaritari Morgunblaðsins um áratugi. 

Unnur Anna Valdimarsdóttir prófessor, riddarakross fyrir framlag til rannsókna á sviði faraldsfræði.

Örn S. Kaldalóns kerfisfræðingur, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf við eflingu íslenskrar tungu í tölvu- og upplýsingatækni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert