Töluvert um ólögleg lyf hérlendis

Eins og áður virðist vera nokkur eftirspurn eftir steratengdum efnum.
Eins og áður virðist vera nokkur eftirspurn eftir steratengdum efnum. mbl.is/Júlíus

Töluvert af ólöglegum lyfjum virðist vera í umferð á svörtum markaði hérlendis, til dæmis steratengd efni. 

Nýlega tóku Tollgæslan og Lyfjastofnun þátt í alþjóðlegri aðgerð Europol sem beindist að ólöglegum lyfjum og steratengdum efnum og afraksturinn gefur vísbendingar um að nokkur sé eftir ólöglegum lyfjum hérlendis. 

Á meðan á aðgerðinni stóð nutu embættin aðstoðar tengslafulltrúa Íslands hjá Europol. Töluverður fjöldi smærri mála kom upp hér á landi í tengslum við aðgerðina. Á meðal þess sem lagt var hald á hér á landi voru steratengd efni, rislyf og svokölluð „smart-drugs“,“ segir í fréttatilkynningu vegna málsins. 

Tuttugu og átta ríki tóku þátt í aðgerðinni sem fram fór á síðasta ári en aðgerðirnar stóðu yfir yfir í átta mánuði. Samanlagt var lagt hald á lyf að andvirði rúmlega 40 milljón evra í löndunum tuttugu og átta. Voru 349 einstaklingar handteknir eða tilkynntir til yfirvalda í tengslum við aðgerðirnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert