Efling sendir SA gagntilboð

Samninganefnd Eflingar stillir sér upp fyrir myndatöku eftir eftir fund …
Samninganefnd Eflingar stillir sér upp fyrir myndatöku eftir eftir fund nefndarinnar í dag. Ljósmynd/Efling

Samninganefnd stéttarfélagsins Eflingar samþykkti einróma að senda gagntilboð til Samtaka atvinnulífsins (SA) á fundi sínum í dag. Vísir greindi fyrst frá.

Í síðustu viku lagði samn­inga­nefnd Sam­taka at­vinnu­lífs­ins fram kjara­samn­ingstil­boð til Efl­ing­ar. Til­boðið er sam­hljóða samn­ingi SA og Starfs­greina­sam­bands­ins.

Efling hefur hins vegar hafnað því með öllu að semja um sömu launa­töflu og fé­lög Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS) hafa samið um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert