Glæpasagnahöfundarnir toppa ekki Almanakið

Bók Þorvaldar Friðrikssonar mun hafa selst vel á Selfossi.
Bók Þorvaldar Friðrikssonar mun hafa selst vel á Selfossi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Almanak HÍ er alltaf mest selda bók ársins hjá Bókakaffinu á Selfossi og ekki varð breyting á því árið 2022.

Sunnlenska.is hefur þetta eftir Elínu Gunnlaugsdóttur bóksala í Bókakaffinu en hún segir einnig að bókin Keltar eftir Þorvald Friðriksson hafi verið afar vinsæl. 

Þótt ekki takist að ryðja Almanakinu úr vegi á toppnum þá seldust skáldsögur Kyrrþey eftir Arnald Indriðason og Játning eftir Ólaf Jóhann Ólafsson mjög vel. 

Hjá bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi voru bækurnar Álfadalur eftir Guðrúnu J. Magnúsdóttur, Örlagaskipið Arctic eftir G. Jökul Gíslason og Rauði þráðurinn ævisaga Ögmundar Jónassonar vinsælastar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert