Varað við mikilli hálku á höfuðborgarsvæðinu

Flughálka er víða á höfuðborgarsvæðinu.
Flughálka er víða á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan varar vegfarendur við mikilli hálku víða á höfuðborgarsvæðinu, en þar sem hitinn er við frostmark er hún sérstaklega varhugaverð.

Bílar hafa meðal annars verið að renna hver á annan þegar þeir mætast í illa ruddum götum, að fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar.

Fólk er beðið um að fara gætilega og taka ber tillit hver til annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert