Stór kakkalakki kom inn á heimilið með matvörum

Kakkalakkar eru algengari sjón í útlöndum.
Kakkalakkar eru algengari sjón í útlöndum. Ljósmynd/Aðsend

Kakkalakki barst inn á heimili með matvörum úr innkaupapoka matvöruverslunar í austurborginni. Skordýrið hélt til utan á ostapakkningu en ekki er ljóst hvaðan það kom. 

Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir á höfuðborgarsvæðinu, segir kakkalakkann ekki svipa til þeirra sem hafa víða fundist á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu.

Þeir berast vanalega hingað til lands með fólki sem hefur ferðast erlendis.

Steinar Smári segir dýrið stórt.
Steinar Smári segir dýrið stórt. Ljósmynd/Aðsend

Stór en þó enn ekki fullorðinn

„Þessi kakkalakki er stór. En miðað við hvernig hann er í laginu er hann ekki búinn að ná fullorðinsaldri. Hann gæti verið unglingur. Gæti verið amerískur eða jafnvel suðuramerískur,“ segir hann en þeir geti náð töluverðri stærð.

Steinar kannast ekki við að algengt sé að kakkalakkar berist inn til fólks með matvörum. „Kannski í útlöndum en ekki hér á Íslandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert