Nýmjólk og smjör aldrei selst betur

Mjólkurvörur.
Mjólkurvörur. mbl.is/Hjörtur

Sala á íslenskum ostum jókst verulega á nýliðnu ári, miðað við árin á undan. Einnig seldust bragðbættir mjólkurdrykkir vel, þar á meðal próteindrykkir og gamla góða kókómjólkin. Þrátt fyrir allar breytingar í neyslu mjólkurafurða, þá er nýmjólkin í bláu og hvítu fernunum langsöluhæsti mjólkurdrykkurinn og íslenskt smjör selst meira en nokkru sinni áður.

Árið var sannarlega gott söluár fyrir Mjólkursamsöluna og íslenska kúabændur. Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri MS, segir að stór hluti af aukningunni stafi af því að ferðafólk fór að koma aftur til landsins í stórum stíl. Upplýsingarnar hér snúa eingöngu að mjólkurafurðum sem framleiddar eru á Íslandi. Innfluttar afurðir bætast þar við.

Próteinríkar vörur seljast

Sá ostur sem jók markaðshlutdeild sína mest í fyrra var ferskur mozzarella-ostur. Aðalsteinn segir að hann sé í tísku núna. Fólk noti hann mikið á pítsur og í margs konar matargerð, í staðinn fyrir hinn hefðbundna mozzarella-ost. Segir hann að rekja megi aukna sölu á osti bæði til almenna markaðarins hér heima og fjölgunar erlendra ferðamanna. Það síðarnefnda sjáist á aukinni sölu osta til hótela og veitingastaða.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »