Börn á ís úti á sjó hætt komin

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning vegna nokkurra barna sem voru …
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning vegna nokkurra barna sem voru komin út á ís á sjó norður af Norðurbrún. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Tilkynnt var um nokkur börn sem voru komin út á ís á sjó við Reykjavík norður af Norðurbrún við Klettagarða og var lögreglan kölluð á svæðið. Börnin komust í land heil á húfi en lögreglan hafði samband við foreldra og forráðaaðila enda mikil hætta á ferð.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki liggur fyrir á hvaða aldri börnin voru eða hve mörg voru út á ísnum en í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er talað um „nokkra krakka“.

Í dagbók lögreglu kemur jafnframt fram að fimm hálkuslys hafi verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og að brotist hafi verið inn í vinnuskúr á Völlunum í Hafnarfirði. Þar var verkfærum stolið að virði vel á aðra milljón. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert