„Enn ein lægðin að ausa úrkomu“

Lægðin eys úrkomu yfir Suður- og Vesturland.
Lægðin eys úrkomu yfir Suður- og Vesturland. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nú er enn ein lægðin að ausa úrkomu úr sér um landið sunnan- og vestanvert, en úrkomulítið fyrir norðan og austan. Í staðinn verður mun hvassara norðan til í sunnanáttinni,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands í morgun. 

Þar segir að seinnipartinn verður vindur suðvestlægari og úrkoman skúrakenndari og eins má búast við að hitinn sé þá víða 5 til 10 stig á landinu. „Í kvöld fer svo kólnandi og færast þá skúrinar yfir í slydduél eða él.

Á morgun er útlit fyrir hvassa suðvestan- og vestanátt með éljum og er ansi líklegt að það slái í storm nokkuð víða. Yfirleitt verður vindur hægari og líklega alveg þurrt um landið austanvert. Víða vægt frost in til landsins en yfirleitt frostlaust við ströndina.“

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert