Frumvarpið verður ekki lagt fram

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Matvælaráðherra hefur ákveðið að falla frá framlagningu frumvarps um breytingar á búvörulögum sem heimila áttu samvinnu og sameiningu afurðastöðva í slátrun og kjötvinnslu með vissum skilyrðum.

Í stað þess verður hafin vinna við að semja annað frumvarp sem á að heimila fyrirtækjum í meirihlutaeigu framleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í nágrannalöndunum.

Frumvarpsdrögin voru samin að tillögu spretthóps matvælaráðherra um alvarlega stöðu í matvælaframleiðslu. Þar er fjallað um endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu. Í frumvarpsdrögunum var lagt til að farin yrði sú leið að veita sláturiðnaði undanþágu frá samkeppnislögum um bann við ólögmætu samráði. Heimilt yrði að stofna og starfrækja ný fyrirtæki um slátrun og frumvinnslu afurða.

Nánar er fjallað um málið í Morgnblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert