Vinnuslys þar sem frosinn jarðvegur hrundi í holu

Frá byggingarframkvæmdum. Mynd úr safni.
Frá byggingarframkvæmdum. Mynd úr safni. AFP

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um vinnuslys í gær í hverfi póstnúmers 221, þar sem frosinn jarðvegur hafði hrunið ofan í holu og yfir fót starfsmanns verktaka.

Þetta var talið minni háttar áverki en starfsmaðurinn var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar, er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í póstnúmeri 108 þar sem nokkrir einstaklingar eru grunaðir í málinu.

Tilkynnt var um eld í ruslatunnum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Slökkvilið var búið að slökkva eldinn áður en lögregla koma á vettvang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert