Einn á slysadeild eftir árekstur

Áreksturinn varð um sjöleytið í morgun.
Áreksturinn varð um sjöleytið í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur í göngunum undir Hamraborg í Kópavogi, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Meiðslin eru talin minniháttar.

Áreksturinn varð rétt fyrir klukkan sjö í morgun og var hálku um að kenna, að sögn varðstjórans.

mbl.is