Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei mælst minni

Formenn stjórnarflokkanna þriggja.
Formenn stjórnarflokkanna þriggja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stuðningur við núverandi ríkisstjórn hefur aldrei mælst minni samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. 

Stuðningur minnkar um 4% á milli mánaða, en nær 42% þeirra sem taka afstöðu segjast styðja ríkisstjórnina. 

Þá kemur fram að helsta breyting á fylgi flokka milli mánaða er að liðlega 12% segjast myndu kjósa Pírata færu kosningar til Alþingis fram í dag. Áður var fylgi þeirra 10%. 

Litlar breytingar voru á fylgi annarra flokka en Samfylkingin mælist enn með mestan stuðning, eða 25% fylgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert