Stjórnmálamenn verða að slíðra sverðin

Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, á ársfundi Landsvirkjunar 2023.
Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, á ársfundi Landsvirkjunar 2023. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, sagði á ársþingi Landsvirkjunar nauðsynlegt fyrir framtíð þjóðarinnar að stjórnmálamenn leggi niður flokkadrætti og settu á fót skýra áætlun um það hvernig megi skapa aukna orku svo hægt verði að ná loftlagsmarkmiðum landsins. Raunhæfur kostur væri að gera Ísland óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra þjóða. 

Benti hann á  að raforkukerfi landsins væri í raun uppselt. Landsvirkjun hafi þurft að hafna umhverfisvænum kostum þar sem raforkan væri einfaldlega ekki til. Í þessu samhengi sagði hann að horfur væru á ítrekuðum aflskorti á næstu árum.

18 sinnum yfir mörk 

Þannig hafi Landsvirkjun farið 18 sinnum yfir þau mörk sem kerfið ráði við til lengri tíma á síðasta ári samkvæmt greiningu Eflu. Því sé fyrirséð að skerðingar muni verða æ tíðari til framtíðar. Óljóst sé hvernig ná eigi loftlagsmarkmiðum þjóðarinnar miðað við óbreytt ástand.

Taka verði tafarlaust til aðgerða til að ná fram aukinni orku í kerfinu. Hvetur hann stjórnmálamenn til dáða við að láta af flokkadráttum í málaflokknum. Einfalda verði ferlið þannig að virkjanamál fari í þann farveg að hægt verði að ganga rösklega til verks á sama tíma og tekið verði tillit til umhverfisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka