Kemur í ljós í dag hvort að tillagan verði samþykkt

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA.
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu Ástráðs Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara, lýkur í dag klukkan 10. Niðurstaða mun liggja fyrir fljótlega eftir það.

Ef miðlun­ar­til­lag­an verður ekki felld af fé­lags­fólki Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins fá fé­lag­ar í Efl­ingu sömu launa­hækk­an­ir og í samn­ingi annarra fé­laga Starfs­greina­sam­bands­ins. Launa­hækk­an­irn­ar verða aft­ur­virk­ar frá 1. nóv­em­ber 2022.

Kauptaxtar aðalkjarasamnings hækka á bilinu 35.000 krónur til 52.258 krónur á mánuði og er meðalhækkun um 42.000 krónur. Með tillögunni er jafnframt stofnað nýtt starfsheiti, almennt starfsfólk gistihúsa, sem að loknum þriggja mánaða reynslutíma raðast í launaflokk 6.

Atkvæðagreiðsla um tillöguna hófst á hádegi á föstudag en eins og áður sagði lýkur henni klukkan 10 í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert