Sorphrúgan skýtur skökku við

Sorphrúgan við Straumsvík fyrr í dag.
Sorphrúgan við Straumsvík fyrr í dag. Sjáskot/Facebook

Hafnfirðingurinn Davíð Arnar Stefánsson greindi frá því í færslu sinni á Facebook í dag að gríðarstór hrúga hafi myndast við Straumsvík. Hrúgan var við vinsæla gönguleið við Gerði í Straumsvík.

“Þetta er gjörsamlega óþolandi sóðaskapur og vanvirðing“ segir Davíð í samtali við mbl.is. „Hrúgan er búin að vera þarna örugglega síðan um áramótin eða allavegana síðan í janúar.“ segir Davíð og bætir við að hann sjái enn fleiri poka bætast við af og til.

Hann segist vera orðinn meira var við að sorp sé skilið eftir á svæðinu.

Sjálfur segist hann ekki hafa stoppað lengi við hauginn né heldur látið sér detta í hug að taka til eftir þá sem skildu það eftir.

Bréf fyrirtækja fundist í hrúgunni

Hann greinir frá því að bréf sem vísuð eru til fyrirtækja hafi fundist í haugnum. Fyrirtækin, sem heita All verk ehf, Ro verk ehf. og Transylvania ehf og eru í eigu hjónanna Silviu og Mihaelu Rotariu.

All verk og Ro verk eru skráð á sama heimilisfang en Transylvania er skráð á annað og á með öllum líkindum að bjóða upp á nokkurs konar veitingaþjónustu ef taka má mark af bréfinu sem birt var.

Skjáskot/Facebook

Davíð segist ekki hafa séð hversu gömul bréfin voru en á einni mynd má sjá að eitt bréf hafi verði stimplað á þann 24. janúar 2023. Þar að auki er launagreiðendayfirlit yfir seinni helming ársins 2022 sem hefur þá verið móttekið í janúar.

„Ég kann engin deili á þessum fyrirtækjum.“ segir Davíð Arnar. Hann segir að eina sem hann hafði verið að gera með þessari færslu væri að þetta bærist til föðurhúsana svo að hinir seku myndu ganga frá þessu.

Davíð segist hafa skilið bréfin eftir þegar hann yfirgaf vetvang, enda ætlaði hann sér ekki að taka til eftir þá sem sóðuðu út svæðið.

Eigendur þvertaka fyrir ruslið

„Þetta er ekki okkar rusl,“ segir Silviu Rotariu, einn eiganda fyrirtækjanna þriggja, „Einhver hefur sett bréf fyrirtækisins á svæðið.“

Hann segist ekki hafa fundið bréf frá sínum fyrirtækjum þegar hann mætti sjálfur á svæðið í dag og finnst það skjóta skökku við að þau hafi endað í haugnum.

„Það er ljóst að þetta er ekki fyrirtækisrusl heldur heimilisrusl.“ segir Silviu, „Ég hringdi í lögregluna og þegar þeir mættu voru þeir sammála mér um það.“

Hann segir að ruslið kæmi ekki frá sínu heimili og segist jafnvel hafa boðið lögregluþjónum heim til sín til þess að sýna þeim að hann það rusl sem fannst á svæðinu gætu ómögulega komið frá hans heimili. „Við höfum ekkert að fela.“

„Ég bauðst meira að segja til þess að fá nokkra menn til þess að hjálpa til við að fjarlægja ruslið jafnvel þó að það væri ekki einu sinni okkar, en lögreglan sagði að það væri ekki á okkar ábyrð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert