Sjö stjórnarmenn VR

Niðurstöður úr atkvæðagræðuslunni voru tilkynntar fyrr í dag.
Niðurstöður úr atkvæðagræðuslunni voru tilkynntar fyrr í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjö hafa verið kjörin í stjórn VR til tveggja ára í nýafstaðinni atkvæðagreiðslu en það eru þau Halla Gunnarsdóttir, Sigurður Sigfússon, Svanhildur Ólöf Þorsteinsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Jennifeg Schröder, Þórir Hilmarsson og Vala Ólöf Kristinsdóttir.

Þau Ævar Þór Magnússon, Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Gabríel Benjamin, eru varamenn til eins árs. Sextán gáfu kost á sér í stjórnina.

Hefst kjörtímabil þeirra á aðalfundi fyrir árið 2023 sem haldinn verður í lok mars, að því er fram kemur á heimasíðu VR.

Niðurstöður úr atkvæðagræðuslunni voru tilkynntar fyrr í dag en þá varð einnig ljóst að Ragnar Þór Ingólfsson myndi áfram gegna formannsembætti félagsins.

Atkvæðagreiðsla hófst á miðvikudaginn í síðustu viku og lauk á hádegi í dag. Alls greiddu 11.996 atkvæði. Á kjörskrá voru alls 39.206 VR félagar og var kosningaþátttaka því 30,6%. Er það mesta þátttaka í kosningum til forystu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert