„Við stöndum á öxlunum á risum“

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- viðskipta- og ferðamálaráðhrera, var á meðal afmælisgesta.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- viðskipta- og ferðamálaráðhrera, var á meðal afmælisgesta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Neytendasamtökin fögnuðu 70 ára afmæli samtakanna í gær og voru samtökin því stofnuð 23. mars 1957.

„Við erum svo heppin að standa á öxlunum á risum sem voru svo framsýnir að stofna samtökin fyrir sjötíu árum og börðust ötullega fyrir þeim réttindum sem við höfum í dag. Réttindi sem við teljum sjálfsögð,“ segir Breki og tekur dæmi.

„Dagstimplar á kaffipokum var fyrsta baráttumál samtakanna og það náðist í gegn en áður gat fólk lent í því að kaupa ársgamalt kaffi úti í búð. Einnig mætti nefna fullyrðingar í auglýsingum sem eitt af fyrstu baráttumálum samtakanna. Eitt og annað sem við teljum sjálfsagt í dag mætti nefna en fyrir hverju einasta máli hefur verið barist. Þess vegna er mikilvægt að nýta rétt sinn og standa vörð um hann.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert