Baldur Arnarson
Hlutfall fólks sem telur lítið framboð vera af íbúðarhúsnæði fyrir sig og sína fjölskyldu er aftur á uppleið. Staðan á leigumarkaði virðist að því leyti áþekk og 2018. Þetta má lesa úr nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).
Tölurnar eru sóttar í árlega leigukönnun HMS sem framkvæmd er af Prósenti. Samkvæmt henni var meðalhúsaleiga 173.200 krónur í fyrra. Þar af 185.300 á höfuðborgarsvæðinu en 153.900 annars staðar á landinu.
Ríflega þrír af hverjum fjórum telja nú að lítið framboð sé af leiguhúsnæði fyrir sig og sína fjölskyldu eða næstum jafnmargir og 2018 (sjá graf).
Það vekur athygli en eitt markmið lífskjarasamninganna vorið 2019 var að draga úr spennu á leigumarkaði. Í kjölfarið jókst stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.