Minna kjöt og meira grænmeti

„Gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna …“ eins …
„Gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna …“ eins og segir í Grænmetisvísum Thorbjörns Egners, en ekki borða kjöt alla daga mbl.is/Árni Sæberg

Stórt samstarfsverkefni Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, Norrænar næringarráðleggingar, hefur nú verið birt til umsagnar, en samstarf Norðurlandanna á þessum vettvangi hefur staðið yfir í rúm fjörutíu ár. Á grundvelli vísindarannsókna hafa ráðleggingar um mataræði þróast á þessu tímabili og þjóðirnar nýta sér þennan vísindagrunn til að móta sínar næringarráðleggingar. Enn sem fyrr er holl og fjölbreytt fæða í fyrirrúmi með áherslu á grænmeti, ávexti og heilkornavörur og að minnka neyslu á mikið unnum vörum sem eru oft fitu-, sykur- og saltríkar.

„Þetta er vísindalegur grunnur fyrir okkar ráðleggingar, sem verða svo mótaðar í framhaldinu,“ segir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknis. „Það liggur mikil vinna um 400 vísindamanna að baki þessum ráðleggingum en þetta verður grunnurinn við endurskoðun núverandi ráðlegginga um mataræði og næringarefni fyrir Íslendinga,“ segir hún en bætir við að það sé líka tekið mið af aðstæðum hérlendis, t.d. niðurstöðum úr landskönnun á mataræði svo eitthvað sé nefnt. „Forsendan er eins og áður áhersla á heilsu fólks, en nú er líka meira tillit tekið til umhverfisþátta.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert