Köfun hefur ekki mengað Silfru

Silfra á Þingvöllum.
Silfra á Þingvöllum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný skýrsla Hafrannsóknastofnunar um mælingar á efnasamsetningu í Silfru á Þingvöllum sýnir að starfsemi köfunarfyrirtækja hefur ekki mengað lindina svo mælanlegt sé.

Sýni voru tekin úr lindinni 3. október 2022 til að kanna hvort köfun hefði áhrif á efnasamsetningu lindarvatnsins.

Áhersla var á að kanna hvort efni sem geta verið í hreinlætis- og snyrtivörum, svo sem lífrænt kolefni, fita, þalöt, terpene-efni og svokölluð PFAS-efni fyndust í vatninu. Einnig var kannað hvort meiri aðsókn kafara í lindina ylli auknu uppgruggi. Tekin voru sýni bæði fyrir ofan og neðan við köfunarpall og sýndu sýnin sambærilegar niðurstöður og áður hafa komið fram í árlegum sýnatökum, en efnasamsetning Silfru hefur verið vöktuð frá árinu 2007.

Öll efni sem leitað var að mældust ekki eða voru undir greiningarmörkum, nema eitt efnasamband sem telst til þalata.

Í því tilfelli var talið að hugsanlega hefði sýnatakan haustið 2022 haft áhrif á niðurstöðuna og því var sýni tekið aftur í febrúar 2023 og þá var sýnið undir greiningarmörkum. Í skýrslunni er talið mikilvægt að halda áfram að fylgjast með efnasamsetningu Silfru svo hægt sé að bregðast við ef breytingar verða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka