Rukkaður um 176 þúsund á Bæjarins bestu

Korthafar hafa margir hverjir lent í því að vera ranglega …
Korthafar hafa margir hverjir lent í því að vera ranglega rukkaðir um himinháar upphæðir. Samsett mynd

Villa í greiðslukerfum þegar staðlabreytingar á íslensku krónunni voru innleiddar um allan heim ollu því að korthafar á Íslandi voru rukkaðir um rangar upphæðir.

Breytingin felur í sér að aukastafir við íslensku krónuna voru felldir á brott. 

Íslendingar í Danmörku lentu í sömu vandræðum fyrir helgi en vandræðin tóku að gera vart við sig hér heima um helgina þegar Mastercard tók aukastafina út um klukkan 19 á laugardagskvöld. 

Samkvæmt tilkynningu á vef Íslandsbanka er verið að vinna í því að leiðrétta færslurnar.

Árni Helgason lögmaður komst til dæmis að því í morgun að hann hefði verið stórtækur í Byko um helgina og gert ákaflega vel við sig á Bæjarins bestu þegar hann var rukkaður um 176 þúsund krónur. 

Uppfært: mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert