Áslaug Arna og systkini efna til hlaups

Áslaug Arna býður systkinum út að hlaupa 1. maí.
Áslaug Arna býður systkinum út að hlaupa 1. maí.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, og systkini hennar hafa efnt til fimm kílómetra hlaups þann 1. maí, á afmælisdegi móður þeirra. Hlaupið er til styrktar Einstökum börnum og mun helmingur upphæðarinnar rennur til systkinastuðnings og Systkinasmiðjunnar.

Áslaug greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni, en hún heldur hlaupið með systkinum sínum Nínu Kristínu og Magnúsi.

Engin tímataka

„Öll geta tekið þátt í hlaupinu, engin tímataka, má ganga og hlaupa, með vagn, stól, börn eða bara sjálfan sig. Í boði verður líka að taka styttri hring, aðallega verður þetta gert til skemmtunar,“ skrifar Áslaug á Facebook.

Lagt verður af stað frá Hafnartorgi, fyrir framan Kolaportið, klukkan 11.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert