Hægt hefur á uppbyggingu íbúða

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI), segir hækkandi fjármagnskostnað draga hratt úr umsvifum í uppbyggingu íbúða. Að óbreyttu sé fram undan verulegur samdráttur í byggingu íbúða sem geti leitt til verðhækkana með tilheyrandi verðbólgu eftir tvö til þrjú ár. Vaxtahækkanir slái nú vissulega á verðbólgu en geti síðar leitt til skorts á íbúðum og verðbólgu.

Máli sínu til stuðnings vísar Sigurður til könnunar sem SI fólu Outcome að gera meðal stjórnenda verktakafyrirtækja.

Nánar tiltekið náði könnunin til verktaka sem byggja íbúðir í eigin reikning. Þeir eru nú að byggja alls 2.062 íbúðir og telst það vera fjórðungur af heildarfjölda íbúða sem eru í byggingu í landinu.

Kort/mbl.is

Með fjórðung íbúða

Könnunin var gerð í mars og apríl. Meðal niðurstaðna hennar er að 88% stjórnenda segja hækkandi fjármögnunarkostnað koma til með að draga úr uppbyggingu þeirra á íbúðum. Þá sögðu 20% stjórnenda að dregið hafi úr möguleikum þeirra til að fjármagna byggingu íbúða á síðustu sex mánuðum en rúmur meirihluti, eða 52%, sagði svo ekki vera.

Ein afleiðingin er sú, að sögn Sigurðar, að draga mun úr uppbyggingu nýrra íbúða. Það birtist í því að stjórnendur umræddra fyrirtækja reikni með að hefja smíði 509 íbúða á næstu 12 mánuðum, samanborið við 1.473 íbúðir á síðustu 12 mánuðum. Það sé 65% samdráttur.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert