Fjallaði um umsóknir skjólstæðinga

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd, tók þátt í umfjöllun og afgreiðslu á veitingu ríkisborgararéttar til fjögurra umsækjenda, sem hún hafði sjálf annast hagsmunagæslu fyrir. Þetta kemur fram í svörum Útlendingastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Fram kemur í svörum stofnunarinnar, að af þeim 58 manns, sem fengið hafi ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi á þessu kjörtímabili, hafi fjórir haft tengsl við Arndísi Önnu vegna starfa hennar áður en hún var kjörin á Alþingi í þingkosningum 2021. Hún hafi verið löglærður talsmaður eins þeirra á meðan hún starfaði fyrir Rauða krossinn, en verið lögmaður þriggja þeirra.

Arndís Anna sinnti hagsmunagæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í um 14 ár áður en hún náði kjöri á þing. Þegar innanríkisráðuneytið samdi við Rauða krossinn um þjónustu við hælisleitendur var Arndís Anna fyrsti löglærði talsmaðurinn, sem ráðinn var til þeirra starfa, og gegndi þeim út 2020 þegar hún ákvað að sækjast eftir þingsæti Pírata. Í millitíðinni var hún sjálfstætt starfandi lögmaður og voru umsækjendur um alþjóðlega vernd á meðal umbjóðenda hennar, eins og fram kom í svari hennar til blaðsins í apríl.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert