Holtavörðuheiði lokuð um tíma

Svona er ástandið á heiðinni núna.
Svona er ástandið á heiðinni núna. mbl.is/Bjarni Helgason

Holtavörðuheiði er lokuð vegna slæmra akstursskilyrða þar eftir því sem Vegagerðin greinir frá á síðu sinni. Þar er nú blindbylur og nær ekkert skyggni að sögn Bjarna Helgasonar, íþróttafréttamanns mbl.is, sem staddur er á heiðinni á leið á úrslitaleik í körfuknattleik.

Uppfært kl. 13:51:

Heiðin er nú opin á ný.

Segir Bjarni þar bíll við bíl eins og meðfylgjandi myndir sýna. „Hér er allt lokað og allt stopp, Vegagerðin er ekki að hleypa neinum í gegn eins og er,“ segir Bjarni sem er nýkominn upp á heiðina ásamt föruneyti sínu. „Hér blindbylur og rok og löng röð á undan okkur,“ segir Bjarni og hefur eftir Vegagerðinni að setja eigi upp mannaða pósta og hleypa aðeins betur búnum bifreiðum í gegn.

Bjarna sjálfum og þeim félögum er ekkert að vanbúnaði á …
Bjarna sjálfum og þeim félögum er ekkert að vanbúnaði á bifreið sinni en komast þó hvorki lönd né strönd. mbl.is/Bjarni Helgason

„Við ætlum að hinkra hérna í svona hálftíma. Það er opið um Bröttubrekkuleiðina og við förum hana þá bara, það eru auðvitað þrír tímar en við getum ekki verið að missa af þessum leik,“ segir Bjarni að lokum, staddur á Holtavörðuheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert