Verkföll ekkert bitið af viti

Benjamín segir þá fáu báta sem séu að róa hafi …
Benjamín segir þá fáu báta sem séu að róa hafi stillt sig inn á verkfallslausa daga til að geta komið í höfn. mbl.is/Árni Sæberg

Verkfallsaðgerðir hafnarstarfsmanna í Ölfusi hafa enn sem komið er ekkert bitið af viti að sögn Benjamíns Ómars Þorvaldssonar, hafnarstjóra í Þorlákshöfn.

Hafnarstarfsmenn í Ölfusi hófu verkföll í síðustu viku og er dagurinn í dag fjórði verkfallsdagurinn þeirra. Að óbreyttu hefja hafnarstarfsmenn í Vestmannaeyjum verkföll á morgun. 

Aðspurður um áhrif verkfallsaðgerða hafnarstarfsmanna í Ölfusi, á höfnina í Þorlákshöfn, segir Benjamín aðgerðirnar ekkert hafa bitið enn þá. Einhverjir bátar hafi fært sig á aðrar hafnir en margir séu stopp enda kvótinn orðinn lítill.

Að sögn Benjamíns hafa þeir fáu bátar sem eru að róa stillt sig inn á verkfallslausa daga til að geta komið í höfn. Býst hann því frekar við því að aðgerðirnar byrji að bíta í næstu viku, þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir hefjast, ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert