Aðalsteinn snýr aftur í Karphúsið

Aðalsteinn Leifsson fyrrverandi ríkissáttasemjari er sáttasemjari í máli BÍ og …
Aðalsteinn Leifsson fyrrverandi ríkissáttasemjari er sáttasemjari í máli BÍ og SA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, hefur snúið aftur sem sáttasemjari í kjaradeilu Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Er ástæðan fyrir því tengsl Ástráðs Haraldsson, núverandi ríkissáttasemjara, við lögmann Blaðamannafélagsins.

Á aðalfundi Blaðamannafélagsins í gær upplýsti lögmaður félagsins, Oddur Ástráðsson, um að viðsemjandi Blaðamannafélagsins hefði gert athugasemdir við að málið væri á höndum ríkissáttasemjara eða starfsmanns embættisins vegna tengslanna, en Oddur er sonur Ástráðs.

Oddur Ástráðsson, lögmaður BÍ, er sonur Ástráðs Haraldssonar, núverandi ríkissáttasemjara.
Oddur Ástráðsson, lögmaður BÍ, er sonur Ástráðs Haraldssonar, núverandi ríkissáttasemjara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Var í kjölfarið leitað til Aðalsteins sem verður sáttasemjari í málinu.

Aðalsteinn hætti sem ríkissáttasemjari í fyrra, en þá hafði átt sér mjög hörð deila í Eflingarmálinu svokallaða þar sem stjórn Eflingar hafði meðal annars lýst yfir vantrausti á ríkissáttasemjara eftir miðlunartillögu hans sem var bæði gagnrýnd af Eflingu og SA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert