Bráðaviðbragðið þarf að styrkja

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Gott neyðarviðbragð á fjölförnustu ferðamannastöðum landsins er mikilvægt og ég hef lagt sérstaka áherslu á þau mál sem ferðamálaráðherra. Aukinn viðbúnaður í Reynisfjöru í Mýrdal er gott dæmi um slíkt,“ segir segir Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu um helgina eru uppi áhyggjur meðal forystufólks á Hornafirði, þess víðfeðma sveitarfélags, af stöðu öryggismála í Öræfasveit og víðar þar í kring.

Þúsundir ferðamanna fara þar í gegn á degi hverjum, en nauðsynlegt þykir að styrkja innviði á svæðinu. Óskað er eftir meiri viðveru lögreglu á svæðinu, að hjúkrunarfræðingur sé þar með vakt að staðaldri og fleiri öryggisatriði mætti telja.

Lilja Alfreðsdóttir segist taka undir sjónarmið og óskir Hornfirðinga í málum þessum. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert