Tveir skjálftar yfir 3 að stærð í Bárðarbungu

Bárðarbunga er í Vatnajökli.
Bárðarbunga er í Vatnajökli. Kort/Map.is

Tveir skjálftar yfir þrjá að stærðargráðu mældust í Bárðarbungu um klukkan átta í kvöld. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir ekki óvanalegt að skjálftar af þessari stærð verði í Bárðarbungu. 

Var stærri skjálftinn um 3,9 að stærð en sá minni um 3,3.

„Það sjáum þetta reglulega, það verða yfirleitt nokkrir skjálfta af þessari stærð í Bárðarbungu á hverju ári. Þannig að þetta er ekki óvanalegt,“ segir náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar. „Oft er síðan alveg rólegt þarna eftir að stakir skjálftar af þessari stærð hafa orðið. Þannig að við búumst ekki endilega við einhverri meiri virkni á þessu svæði.“

Uppfært kl. 22:30

Samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum frá Veðurstofu Íslands varð annar jarðskjálfti 3,7 að stærð 20 km austsuðaustur af Álftavatni klukkan korter yfir tíu í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert