Bjóða í virkjun á vetni

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Eyþór

Franskt-alþjóðlegt fyrirtæki, Qair International, sem meðal annars starfar hér á Íslandi, fékk Össur Skarphéðinsson, fv. ráðherra, til ráðgjafar um gríðarstórt verkefni á Grænlandi.

„Á Grænlandi er Qair að skoða möguleika á mjög stórri virkjun, allt að 800 MW, ívið stærri en Kárahnjúkar. Hún felur í sér samtengingu tveggja stöðuvatna við hopandi jökuljaðar hátt uppi á hálendinu þar sem jökulbráð rennur stöðugt í þau. Hugmyndin er að leiða rafmagnið um 150 km leið niður í tæplega 3.000 manna bæ, á eyjunni Maniitsoq, og framleiða þar vetni. Qair er þegar í vetnisframleiðslu, og sex eða sjö vetnisverkefni á vegum þess eru að fara í gang á næstu árum, þar á meðal á Íslandi,“ segir Össur.

Virkjunin er boðin út af grænlensku ríkisstjórninni. „Svo kemur í ljós á næsta ári hvort við verðum hlutskörpust, sem mér finnst reyndar líklegt. Öll hönnun og undirbúningur að þessu verki verður á höndum Íslendinga,“ segir Össur.

Verði af þessum áformum verður Grænland langstærsta framleiðsluland vetnis í heiminum.

Rætt er við Össur Skarphéðinsson í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert