Segir álfatrú hluta af þjóðarhjartanu

Hér má sjá mynd frá messu Ísvaldar við Topphól í …
Hér má sjá mynd frá messu Ísvaldar við Topphól í Hornafirði en samkvæmt gamalli trú heimamanna er að finna álfakirkju í hólnum. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta kýldi mig í magann þegar ég sá þetta í fréttunum,“ segir Ísvöld Ljósbera, völva á Stokkseyri, þegar hún lýsir fyrstu viðbrögðum sínum við væntanlegum framkvæmdum Vegagerðarinnar við Topphól á Hornafirði.

Ísvöld Ljósbera.
Ísvöld Ljósbera. Ljósmynd/Aðsend

Til stendur að sprengja hólinn til þess að rýma fyrir nýjum vegi en samkvæmt gamalli trú heimamanna er að finna álfakirkju í hólnum. Ísvöld, sem lítur á álfaþjóð sem hliðarveruleika á Íslandi, er mótfallin framkvæmdum Vegagerðarinnar og telur álfatrú gegna mikilvægu hlutverki í samfélagi Íslendinga.

Hélt messu við kirkjuna

„Álfatrú er hluti af okkar þjóðarhjarta. Hún er dýrmæt og komandi kynslóðir eiga skilið að hafa þetta með sér og missa það ekki því þetta tengir okkur við náttúruna,“ segir Ísvöld en eftir að hafa frétt af framkvæmdunum lagði hún leið sína til Hornafjarðar til þess að votta álfakirkjunni virðingu sína. Þar setti hún niður kross og þrjú kerti og hélt messu.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, 11. júlí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert