Myndskeið: Tíu mínútum frá þegar gosið hófst

Í aðdraganda eldgossins við Litla-Hrút höfðu sérfræðingar Veðurstofunnar undirbúið sig um nokkurt skeið, enda benti allt til þess að gos myndi hefjast á Reykjanesskaga á ný.

mbl.is ræddi við Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðing á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofunni, þar sem hann fór yfir undirbúninginn í aðdraganda gossins og hvernig það er að upplifa eldgos þrjú ár í röð sem jarðvísindamaður.

Benedikt var á leið á staðinn ásamt öðrum sérfræðingi Veðurstofunnar til að gera mælingar þegar fregnir bárust um óróa á svæðinu. Þegar gosið hófst voru þau í aðeins tíu mínútna fjarlægð frá gosinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert