Settu upp nýja veðurstöð við gosstöðvarnar

Veðurstöðin var sett upp í dag.
Veðurstöðin var sett upp í dag. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands/Hákon Halldórsson

Sérfræðingar Veðurstofunnar settu upp veðurstöð við gosstöðvarnar, á Fagradals-Hagafelli sem er um 2,7 km vestan við Litla-Hrút, í gær. Þetta kemur fram í færslu Veðurstofunnar á Facebook.

Veðurstöðin er hluti af vöktunarkerfi Veðurstofunnar vegna eldgossins og gagnast meðal annars við að spá fyrir um gasdreifingu með öflun veðurgagna við gosstöðvarnar. 

Verið er að fara yfir gæði gagnanna sem koma í hús áður en stöðin verður endanlega komin í gagnið, að því er segir í tilkynningunni. Sérfræðingar Veðurstofunnar í mælarekstri, þeir Jón Bjarni Friðriksson og Hákon Halldórsson settu veðurstöðina upp í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert